HÖNNUN & RÁÐGJÖF

Árið 2022 var Minta ehf. stofnað og er Studio Minta rekið undir því fyrirtæki í dag og erum við stanslaust að bæta við okkur verkefnum og áskorunum í starfi.

Studio Minta stuðlar að því að veita faglega og góða þjónustu til allra viðskiptavina sinna og finna bestu mögulegu niðurstöðu til að ná þinni sýn fram á sjónarsviðið.



EVA TRYGGVA
INNANHÚSSHÖNNUÐUR / INNANHÚSSRÁÐGJAFI

Eva útskrifaðist sem innanhússarkitekt með B.A. gráðu frá Middlesex University. Hún hafði þar mikin áhuga á teikningum og uppdrætti og pælingum um útlit og uppsetningar íbúða. Síðastliðinn ár hefur hún lagt mikla áherslu á almenna innanhússhönnun og stíliseringu. Eva hefur unnið mörg smærri ráðgjafaverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt stærri verkefnum fyrir einstaklinga á síðustu árum.

Eva sinnir allri þjónustu tengdri innanhússhönnun og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frá innanhúss-stíliseringu, og aðstoð með innkaup húsgagna og skrautmuna til uppsetningu þeirra inn á heimili, til heildstæðrar hönnunar á heimilum, skrifstofum, veitingahúsum og öðrum verkefnum. Eva elskar fátt meira en efnisval fyrir verkefni og að sjá verkið koma saman. Eva getur unnið náið með arkitektum, verktökum og innréttingaverkstæðum og séð um verkstjórn fyrir þitt verkefni meðan þú slappar af og nýtur lífsins.

Eva hefur einnig tekið að sér gluggaútstillingar og stíliseringar í verslunum en hún starfaði í 2 ár sem útstillingahönnuður BAUHAUS og hefur því reynslu á því sviði

Allar þjónustuleiðir okkar eru sniðnar að þínu verkefni og þínum óskum.

 


ELNADEEM ELRAWI (NADEEM)
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR - LETURGERÐARÁHUGAMAÐUR

Nadeem útskrifaðist sem grafískur hönnuður með B.A. gráðu frá Middlesex University. Þar sem hann lagði áherslu á vörumerkjagerð og auðkenningu fyrirtækja (branding) en það er drifkraftur hans í starfi hvort sem það er að vinna með hugmyndir frá grunni eða endur-auðkenna (re-brand) fyrirtæki. Allt frá vörumerkjahönnun til nafnspjalda,  umbúðahönnunar og öllu tengdu auðkenningar sem þú getur hugsað þér.

Nadeem hefur unnið á stofum í Egyptalandi, Dubai og á Íslandi og síðastliðinn ár hefur hann lagt mikla áherslu á leturgerð, þá bæði handgert og tölvu-unnið. Hann hefur einnig unnið sjálftæð verkefni og þá aðallega í auðkenningu fyrirtækja. Hann bíður upp á þjónustu á báðum sviðum. Einnig hefur hann handskrifað kort og nafnaspjöld í sérpöntunarverkefnum.

 

UMSÖGN VIÐSKIPTAVINAR

“Eva hjá Studio Mintu tók að sér að gera upp skrifstofurýmið okkar á Akureyri og erum við virkilega ánægð með úttkomuna. Við vorum með ýmsar hugmyndir um hvernig við vildum hafa rýmið og náði Eva að taka tillit til þeirra ásamt því að koma með sitt twist á hugmyndirnar og koma fram með nýjar, eitthvað sem okkur hefði aldrei dottið í hug að gera fyrir rýmið. Eva er virkilega þæginleg í allri framkomu og mjög ánægjulegt að vinna með henni. Eva sá um ferlið fyrir okkur frá A til Ö, kom með hugmyndir, útbjó fjárhagsáætlun, sá um innkaup og uppsetningu. Við mælum sko sannarlega með Studio Mintu - Takk fyrir okkur!”

VIÐ HÖNNUM FYRIR ÞIG !