Verk : V FD A - Skrifstofa Five Degrees
Staðsetning : Akureyri, Ísland
Verktími : 2021
Innanhússhönnun : Eva Tryggva
Skrifstofuverkefni þar sem vantaði smá upplyftingu í rýmin á ódýran máta, auk þess sem horfa þurfti til skilrúms til að aðskilja opið skrifstofusvæði frá gangvegi og innkomu án þess þó að loka rýmið of mikið af vegna teymisvinnu og ljósgjafa við enda skrifstofu. Sömuleiðis þurfti að fá betri hljóðvist á skrifstofuna.
Við komum með hugmynd að nýrri uppröðun skrifborða fyrir rýmið, völdum og keyptum inn húsgögn, hönnuðum skilrúmsveggi, máluðum og settum upp öll húsgögn og skraut í rýmin. Einnig veittum við ráðgjöf er varðar gólfefnaval sem síðar var í höndum skrifstofunnar.







